Fréttasafn

Faghópur 3 boðar til íbúafundar

2.12.2015

Faghópur 3 í 3. áfanga rammaáætlunar býður íbúum Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps til opins íbúafundar til að ræða samfélagsleg áhrif virkjunarkosta í Þjórsá. 

Fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi laugardaginn 5. desember, kl. 11:00-14:00 og er opinn öllum íbúum sveitarfélaganna á meðan húsrúm leyfir. Þátttakendum verður skipt í minni hópa til að ræða áhrif fyrirhugaðra virkjana á samfélögin.

Umsjón fundarins er í höndum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru þátttakendur beðnir um að skrá þátttöku á vefsíðunni www.félagsvísindastofnun.is, fyrir fimmtudaginn 3. desember.


Uppfært 21. desember 2015: Vegna veðurs var íbúafundinum frestað um viku og var hann því haldinn 12. desember sl.