Fréttasafn

Faghópur 4 um hagræn áhrif virkjana skipaður

16.7.2019

Dr. Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ hefur tekið að sér formennsku í faghópi 4, sem ætlað er að rannsaka hagræn áhrif virkjana. Með honum í faghópi 4 eru hagfræðingarnir Dr Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði og Dr. Daði Már Kristófersson forseti Félagsvísindasviðs HÍ. 

Skipunartími faghópsins hófst 1. apríl 2019 og lýkur honum 4. apríl 2021. Skipunarbréf faghópsins má sjá hér á vefnum.