Fréttasafn

Forgangsröðun verkefnisstjórnar á virkjunarkostum í 3. áfanga

11.3.2015

Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur tekið lista Orkustofnunar yfir virkjunarkosti í 3. áfanga rammaáætlunar til umfjöllunar. Á listanum er 81 virkjunarkostur og hefur verkefnisstjórn ákveðið að vísa 24 þeirra, eða rúmum fjórðungi, til faglegrar umfjöllunar hjá faghópum. Í þeim hópi eru fyrst og fremst virkjunarkostir úr biðflokki gildandi rammaáætlunar sem voru lagðir fram af orkufyrirtækjum en einnig kostir sem Orkustofnun lagði fram í samvinnu við virkjunaraðila. Þá hefur verkefnisstjórn ákveðið að taka ekki til umfjöllunar 10 virkjunarkosti í orkunýtingarflokki og 13 í verndarflokki, þar sem forsendur þessara kosta eru að mati verkefnisstjórnar að mestu óbreyttar frá því sem var í 2. áfanga. Loks hefur verkefnisstjórnin óskað eftir áliti faghópa á því hvort forsendur fimm tiltekinna virkjunarkosta í orkunýtingarflokki og verndarflokki teljist svo breyttar að það gefi tilefni til að þeir verði teknir til umfjöllunar á nýjan leik. Eftir standa þá 29 virkjunarkostir sem verkefnisstjórn hefur ekki enn tekið afstöðu til þess hvort teknir verði teknir til umfjöllunar í 3. áfanga.

Ljóst var strax frá upphafi að ekki myndi reynast unnt að taka til faglegrar umfjöllunar alla virkjunarkostina sem Orkustofnun lagði fram, bæði vegna tímaskorts og takmarkaðra fjármuna. Forgangsröðunin sem lýst er hér að framan var ákveðin á 41. fundi verkefnisstjórnarinnar 27. febrúar sl.

Ákvörðun verkefnisstjórnar má draga saman með eftirfarandi hætti:

A.      Verkefnisstjórnin óskar eftir að faghópar taki eftirtalda 24 virkjunarkosti til formlegrar umfjöllunar:

1.       R3107C Skatastaðavirkjun C

2.       R3107D Skatastaðavirkjun D

3.       R3108A Villinganesvirkjun

4.       R3109A Fljótshnúksvirkjun

5.       R3110A Hrafnabjargavirkjun A

6.       R3110B Hrafnabjargavirkjun B

7.       R3110C Hrafnabjargavirkjun C

8.       R3119A Hólmsárvirkjun – án miðlunar

9.       R3121A Hólmsárvirkjun neðri við Atley

10.   R3126A Skrokkölduvirkjun

11.   R3129A Hvammsvirkjun

12.   R3130A Holtavirkjun

13.   R3131A Urriðafossvirkjun

14.   R3134A Búðartunguvirkjun

15.   R3139A Hagavatnsvirkjun

16.   R3140A Búlandsvirkjun

17.   R3141A Stóra-Laxá

18.   R3157A Austurgilsvirkjun

19.   R3265A Trölladyngja

20.   R3267A Austurengjar, Krísuvík

21.   R3273A Innstidalur

22.   R3275A Þverárdalur

23.   R3291A Hágönguvirkjun

24.   R3296A Fremrinámar

 

B.      Verkefnisstjórnin óskar eftir að faghópar leggi mat á hvort forsendur eftirtalinna þriggja virkjunarkosta í verndarflokki hafi breyst verulega frá því sem var í 2. áfanga. Þetta mat mun verkefnisstjórnin leggja til grundvallar ákvörðun um það hvort taka skuli virkjunarkostina til umfjöllunar í 3. áfanga. Hafi forsendur ekki breyst verða virkjunarkostirnir ekki teknir til umfjöllunar.

1.       R3124B Tungnaárlón (Miðlun 170 Gl í stað 535 Gl, vatnsborð 590 m í stað 600 m)

2.       R3127A Norðlingaölduveita (Lónhæð 565 m í stað 566-567,5 m)

3.       R3200B Gjástykki (Grundvallarbreyting á framkvæmda- og orkuvinnslusvæði)

 

C.      Verkefnisstjórnin óskar eftir að faghópar leggi mat á hvort líta beri á virkjunarkostinn R3156A Kjalölduveitu sem nýjan eða hvort þar sé fyrst og fremst um að ræða nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu. Í framlögðum gögnum kemur fram að umræddur virkjunarkostur geti komið í stað Norðlingaölduveitu. Verði Norðlingaölduveita tekin til umfjöllunar telur verkefnisstjórn því eðlilegt að fjalla einnig um Kjalölduveitu. Verði Norðlingaölduveita hins vegar ekki tekin til umfjöllunar þarf að meta hvort þær breytingar sem Kjalölduveita felur í sér miðað við þá útfærslu Norðlingaölduveitu sem fjallað var um í 2. áfanga séu e.t.v. minni en svo að tilefni sé til að taka Kjalölduveitu til umfjöllunar. 

 

D.      Verkefnisstjórnin óskar eftir áliti faghópa á því hvort Norðurhálsar séu hluti af nýtingarsvæði virkjunarkostsins R3271A Hverahlíð eins og hann var skilgreindur í 2. áfanga rammaáætlunar. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 26. mars 2014, varðandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Ölfuss, var gengið út frá því að Norðurhálsar væru utan nýtingarsvæðisins og því væri ekki heimilt að fjalla um breytingu á aðalskipulagi varðandi Norðurhálsa. Orkustofnun hefur hins vegar lýst öndverðri skoðun, þeirri að Norðurhálsar séu hluti af nýtingarsvæði þess virkjunarkosts. Í ljósi þessa hefur virkjunaraðilinn óskað eftir að „skýrt verði kveðið á um það í rammaáætlun 3 að Norðurhálsar séu hluti virkjunarkostsins Hverahlíðarvirkjunar“.

 

E.       Þar sem forsendur eru óbreyttar í öllum aðalatriðum hvað varðar eftirtalda 10 virkjunarkosti og landsvæði í orkunýtingarflokki verði þeir ekki teknir til umfjöllunar í 3. áfanga og verða þar af leiðandi áfram í orkunýtingarflokki. 

1.       R3104B Hvalárvirkjun

2.       R3105A Virkjanir á veituleið Blönduvirkjunar

3.       R3262A Stóra Sandvík

4.       R3263A Eldvörp

5.       R3264A Sandfell, Krísuvík

6.       R3266A Sveifluháls, Krísuvík

7.       R3269A Meitillinn

8.       R3270A Gráuhnúkar

9.       R3297A Bjarnarflagsvirkjun

10.   R3298A Kröfluvirkjun

 

F.       Þar sem forsendur eru óbreyttar í öllum aðalatriðum hvað varðar eftirtalda 13 virkjunarkosti og landsvæði í verndarflokki verði þeir ekki teknir til umfjöllunar í 3. áfanga og verða þar af leiðandi áfram í verndarflokki. 

1.       R3114A Djúpárvirkjun

2.       R3120A Hólmsárvirkjun – miðlun í Hólmsárlóni

3.       R3122A Markarfljótsvirkjun A

4.       R3123B Markarfljótsvirkjun B

5.       R3132A Gýgjarfossvirkjun

6.       R3133A Bláfellsvirkjun

7.       R3268A Brennisteinsfjöll

8.       R3274A Bitra

9.       R3277A Grændalur

10.   R3279A Hverabotn

11.   R3280A Neðri-Hveradalir

12.   R3281A Kisubotnar

13.   R3282A Þverfell

 

G.     Verkefnisstjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort eftirtaldir 29 virkjunarkostir verði teknir til umfjöllunar í 3. áfanga: 

1.       R3101A Kljáfossvirkjun

2.       R3115A Hverfisfljótsvirkjun

3.       R3135A Haukholtavirkjun

4.       R3136A Vörðufell

5.       R3137A Hestvirkjun

6.       R3138A Selfossvirkjun

7.       R3142A Vatnsdalsá

8.       R3143A Blanda – veita úr Vestari Jökulsá

9.       R3144A Reyðarvatnsvirkjun

10.   R3145A Virkjun Hvítár við Norðurreyki

11.   R3146A Hafralónsá efra þrep

12.   R3147A Hafralónsá neðra þrep

13.   R3148A Hofsárvirkjun

14.   R3149A Hraunavirkjun til Suðurdals í Fljótsdal

15.   R3150A Hraunavirkjun til Berufjarðar

16.   R3151A Kaldbaksvirkjun

17.   R3153A Brúarárvirkjun

18.   R3154A Blöndudalsvirkjun

19.   R3155A Núpsárvirkjun

20.   R3205A Seyðishólar

21.   R3206A Sandfell Biskupstungum

22.   R3207A Reykjaból

23.   R3208A Sköflungur

24.   R3209A Bakkahlaup

25.   R3210A Botnafjöll

26.   R3211A Grashagi

27.   R3212A Sandfell sunnan Torfajökuls

28.   R3283A Hveravellir

29.   R3295A Hrúthálsar“