Fréttasafn
Hvammsvirkjun færð í orkunýtingarflokk
Þingsályktunartillaga umhverfis- og auðlindaráðherra, þar sem lagt var til að Hvammsvirkjun yrði flutt úr biðflokki í orkunýtingarflokk, var samþykkt á Alþingi þann 1. júlí sl. Tillagan var fyrst lögð fram á Alþingi í mars 2014 en ekki náðist að ljúka meðferð hennar á því þingi svo tillagan var lögð aftur fram á haustþingi 2014.
Atvinnuveganefnd fjallaði um tillöguna og lagði meirihluti nefndarinnar fram breytingartillögu við hana. Miklar umræður urðu á Alþingi um breytingartillöguna. Að lokum féll atvinnuveganefnd frá breytingartillögu sinni og var þingsályktunartillagan samþykkt í sama formi og ráðherra lagði hana fram. Nánari umfjöllun um málið er að finna hér.