Fréttasafn

Kynningarfundur með Landsneti

19.6.2015

Hinn 11. júní sl. var haldinn kynningarfundur um hugmyndir Landsnets um tengingar virkjunarkosta fyrir faghópa og verkefnisstjórn rammaáætlunar. Fundurinn, sem fór fram í húsakynnum Orkustofnunar, var haldinn að beiðni faghópa og skipulagður af starfsfólki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Orkustofnunar. Árni Jón Elíasson, sérfræðingur hjá Landsneti, hélt kynninguna. 

Orkustofnun hefur gert gögn kynningarfundarins opinber á vefsíðu sinni. Þar má finna glærukynningu Landsnets, skýrslu fyrirtækisins um tengingar virkjunarkosta og einnig erindi Orkustofnunar til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna fundarins.