Fréttasafn
Kynningarfundur með Landsneti
Landsnet kynnti hugmyndir um tengingar virkjunarkosta fyrir faghópum og verkefnisstjórn rammaáætlunar þann 11. júní sl.
Hinn 11. júní sl. var haldinn kynningarfundur um hugmyndir Landsnets um tengingar virkjunarkosta fyrir faghópa og verkefnisstjórn rammaáætlunar. Fundurinn, sem fór fram í húsakynnum Orkustofnunar, var haldinn að beiðni faghópa og skipulagður af starfsfólki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Orkustofnunar. Árni Jón Elíasson, sérfræðingur hjá Landsneti, hélt kynninguna.
Orkustofnun hefur gert gögn kynningarfundarins opinber á vefsíðu sinni. Þar má finna glærukynningu Landsnets, skýrslu fyrirtækisins um tengingar virkjunarkosta og einnig erindi Orkustofnunar til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna fundarins.