Ný verkefnisstjórn skipuð
Ný verkefnisstjórn skipuð
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði verkefnisstjórn rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða í mars sl. Verkefnisstjórn er skipuð til fjögurra ára í senn og skal að fengnum niðurstöðum faghópa, samráði við haghafa og umsagnar almennings vinna drög að rökstuddum tillögum til ráðherra um flokkun virkjunarhugmynda og afmörkun virkjunar- og verndarsvæða. Rammaáætlun er meðal þeirra verkefna sem fluttust til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við breytingar á Stjórnarráðinu 1. september 2012.
Án tilnefningar:
• Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, formaður,
• Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur, varamaður formanns,
• Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor,
• Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, til vara,
Tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti:
• Helga Barðadóttir, sérfræðingur, aðalfulltrúi,
• Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, til vara,
• Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður, aðalfulltrúi,
• Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, til vara.
Tilnefnd af forsætisráðuneyti:
• Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur, aðalfulltrúi,
• Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, til vara.
Tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga:
• Elín R. Líndal, sveitarstjórnarfulltrúi, aðalfulltrúi,
• Guðjón Bragason, sviðsstjóri, til vara.
Starfsmaður verkefnisstjórnarinnar er Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Breytt 11.12.2013