Skýrsla um 2. áfanga rammaáætlunar afhent ráðherrum þann 6. júlí 2011
Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar um rammaáætlun afhenti þeim Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra og Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra skýrslu um 2. áfanga rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma miðvikudaginn 6. júlí 2011
Nú tekur við vinna við að útbúa drög að þingsályktunartillögu sem byggja á niðurstöðum skýrslunnar og munu þau fara í 12 vikna opið umsagnarferli fyrir haustið 2011.
Þegar búið verður að vega og meta þær umsagnir sem berast, munu umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra sameiginlega leggja fram þingsályktunartillögu fyrir Alþingi sem hefur síðasta orðið um það hvernig þeim virkjunarhugmyndum sem komu til mats verður raðað inn í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk.
Skýrslan er aðgengileg á rafrænu formi hér að neðan, en einnig er hægt að nálgast skýrsluna á almenningsbókasöfnum um allt land.
SKÝRSLA UM SJÁLFBÆRA NÝTINGU JARÐHITA