Fréttasafn

Önnur gagnaafhending vegna virkjunarkosta í 3. áfanga

24.2.2015

Föstudaginn 20. febrúar sl. afhenti Orkustofnun verkefnisstjórn rammaáætlunar skilgreiningar á 33 nýjum virkjunarkostum í viðbót við þá sem lagðir voru fram þann 20. janúar sl. Alls hefur stofnunin því lagt fram skilgreiningar á 81 virkjunarkosti. Enn á eftir að leggja fram skilgreiningu á einum virkjunarkosti í jarðvarma. Auk þessa má enn vænta gagna frá Landsvirkjun vegna tveggja virkjunarkosta í vindafli.


Þannig hefur verkefnisstjórn nú fengið í hendur skilgreiningar á nær öllum virkjunarkostum sem Orkustofnun hyggst leggja fram til umfjöllunar í þriðja áfanga rammaáætlunar. Gögnin sem Orkustofnun hefur lagt fyrir verkefnisstjórn má nálgast á heimasíðu stofnunarinnar.