Fréttasafn

Opinn kynningarfundur miðvikudaginn 4. nóvember

2.11.2015

Verkefnisstjórn rammaáætlunar boðar til opins kynningarfundar í Þjóðminjasafninu á miðvikudaginn 4. nóvember kl. 14-15:30. Efni fundarins er framvinda vinnu við rammaáætlun, staða hennar og vinnan framundan. Á fundinum munu formenn verkefnisstjórnar og faghópa kynna starfið. Eftir framsögur verða almennar umræður. 

Beint streymi verður frá fundinum. Athugið að streymið virkar ekki í Google Chrome en virkar vel í öðrum algengum vöfrum, t.d. Internet Explorer, Firefox og Safari. Einnig mun upptaka frá fundinum verða gerð aðgengileg á vefnum www.ramma.is eftir fundinn.