Fréttasafn
Orkustofnun sendir tvo vindorkukosti til verkefnisstjórnar
Hinn 12. mars sl. barst verkefnisstjórn rammaáætlunar erindi frá Orkustofnun þar sem m.a. voru afhentar skilgreiningar Landsvirkjunar á tveimur virkjunarkostum í vindorku, svokölluðum vindlundum, sem bætast þá við þann lista Orkustofnunar sem kynntur hafði verið sem endanlegur. Er hér um að ræða Búrfellslund og Blöndulund. Gögnin með þessum tveimur virkjunarkostum er að finna á heimasíðu Orkustofnunar.
Að þessari gagnaafhendingu lokinni hefur verkefnisstjórn því fengið 83 virkjunarkosti til meðferðar. Af þeim eru 48 í vatnsafli, 33 í jarðvarma og tveir í vindorku.