Fréttasafn

Samráðsfundir faghópa og hagaðila um aðferðafræði

30.1.2019

Í október og nóvember sl. boðuðu faghópar rammaáætlunar til víðtæks samráðs við helstu hagsmunaaðila um aðferðafræði rammaáætlunar. Þessir fundir höfðu tvíþættan tilgang; annars vegar að mæta óskum hagsmunaaðila um tímanlegt samráð um aðferðafræði þá sem notuð er til að meta landsvæði og virkjunarkosti í rammaáætlun og hins vegar til að styðja vinnu verkefnisstjórnar vegna eftirfarandi klausu í erindisbréfi hennar: "Ráðuneytið leggur áherslu á að í byrjun starfsins taki verkefnisstjórn saman og kynni þá aðferðafræði sem hún hyggist beita í 4. áfanga [...]"

Hver faghópur fyrir sig hitti á sérstökum fundi fulltrúa frá orkufyrirtækjunum og samtökum þeirra. Þar að auki stóð faghópur 2 fyrir sérstökum fundi með fulltrúum annarrar landnotkunar en orkunýtingar, þ.e. landbúnaðs, veiði, ferðamennsku o.s.frv. Faghóparnir boðuðu svo til sameiginlegs fundar með fulltrúum náttúruverndarsamtaka. Alls voru því haldnir fimm samráðsfundir faghópa og hagsmunaaðila á þessu tímabili. 

Að lokum kallaði verkefnisstjórn til fundar með öllum faghópunum til að fara yfir helstu atriði sem fram komu á samráðsfundunum með hagsmunaaðilum.

Fundarfrásagnir fyrir alla þessa fundi, svo og glærukynningar þar sem slíkt á við, má finna hér undir fyrirsögninni " Samráðsfundir faghópa og hagaðila, haust 2018 ".