Fréttasafn

Síðara umsagnarferli - von á skýrslu verkefnisstjórnar í kvöld

11.5.2016

Lögbundið 12 vikna umsagnarferli um tillögu verkefnisstjórnar um röðun virkjunarkosta hefst í dag, 11. maí, og lýkur á miðnætti miðvikudaginn 3. ágúst nk. Skýrsla verkefnisstjórnar og kynningargögn með henni verða birt hér á vef rammaáætlunar í kvöld. Um leið verður opnaður umsagnarvefur þar sem hægt er að senda inn umsagnir rafrænt.