Tillögum verkefnastjórnar 5. áfanga skilað til ráðherra
Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar hefur skilað til ráðherra meðfylgjandi skýrslu með tillögum að flokkun þeirra virkjunarkosta, sem Alþingi óskaði endurmats á við afgreiðslu sína í júní 2022 og ráðuneytið beindi til verkefnisstjórnar með bréfi 23. september 2022. Það tekur til átta virkjunarkosta, sem voru hluti af 3. áfanga rammaáætlunar. Óskað var eftir skoðun á tilteknum þáttum í fyrra mati og hvort sú skoðun kynni að leiða til breytinga á upprunalegri tillögu verkefnisstjórnar til ráðherra eins og hún var á sínum tíma.
Með skýrslu verkefnisstjórnar eru 10 fylgiskjöl sem skoðast sem hluti hennar. Þar sem tillögurnar um flokkun virkjunarkostanna eru samhljóða tillögu verkefnisstjórnar 3. áfanga, vísast til þeirrar vinnu hvað varðar aðra þætti í umfjöllun um virkjunarkostina.
Skýrsla verkefnastjórnar 5. áfanga til ráðherra
Fylgiskjöl skýrslu:
Forsendur endurmats og þeirra viðfangsefna sem tekin eru fyrir
1. Afgreiðsla Alþingis á 3. áfanga rammaáætlunar, dags. 10. júní 2022.
2. Erindi URN til verkefnisstjórnar 5. áfanga rammaáætlunar, dags. 13. september 2022.
Vinna við endurmat virkjunarkostanna
3. Greinargerð faghóps 1 um Héraðsvötn, nóvember 2023.
4. Greinargerð faghóps 3 um virkjanir í neðanverðri Þjórsá, nóvember 2023.
5. Greinargerð faghóps 4 um Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, dags. 20. nóvember 2023.
6. Greinargerð faghópa 1 og 2 um Skrokkölduvirkjun, lagfært 13. janúar 2024.
7. Greinargerð um Kjalölduveitu, dags. 1. desember 2023.
Svör faghópa við athugasemdum í umsagnarferli
8. Svör faghóps 1 vegna Héraðsvatna.
9. Svör faghóps 3 vegna Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar.
10. Svör faghóps 4 vegna mats á hagkvæmi og arðsemi.