Tólf vikna umsagnaferli lokið - 69 umsagnir frá 44 aðilum
Tólf vikna umsagnarferli vegna endurskoðaðra draga að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar lauk miðvikudaginn 3. ágúst síðastliðinn. Nú hefur verið lokið við að setja inn á vef áætlunarinnar allar umsagnir sem bárust bréfleiðis og einnig öll fylgigögn með umsóknum. Umsagnir og fylgigögn er að finna á umsagnarvefnum .
Alls bárust 69 umsagnir frá 44 aðilum. Verkefnisstjórn og faghópar nýta nú tímann fram að skilum lokatillögu til ráðherra til að fara yfir innsendar umsagnir og taka afstöðu til þeirra atriða sem þar koma fram. Öllum atriðum sem fram koma í umsögnunum munu verða gerð skil í endanlegri útgáfu af lokaskýrslu 3. áfanga.
Verkefnisstjórn mun skila endanlegri tillögu sinni um flokkun virkjunarkosta til ráðherra þann 1. september nk.