Fréttasafn
Umsagnarvefur hefur opnað
Verkefnisstjórn kynnti drög að tillögum sínum um flokkun virkjunarkosta þann 31. mars sl. á opnum kynningarfundi í Hörpu í Reykjavík. Um leið og drögin að tillögu verkefnisstjórnar um flokkun virkjunarkosta voru kynnt hófst þriggja vikna kynningar- og samráðsferli, hið fyrra af tveimur slíkum samráðsferlum.
Þetta samráðsferli stendur dagana 31. mars - 20. apríl 2016. Meðan á samráðsferlinu stendur er öllum frjálst að senda verkefnisstjórn skriflegar athugasemdir um framkomin drög. Verkefnisstjórnin mun vinna úr öllum framkomnum athugasemdum.
Opnuð hefur verið síða með helstu kynningargögnum vegna samráðsferlisins og þar er einnig hægt að senda inn athugasemdir beint af vefnum.