Fréttasafn

Verkefnastjórn rammaáætlunar kynnir drög að flokkun virkjunarkosta í samráðsgátt

2 vikna forsamráð

10.6.2024

Verkefnastjórn rammaáætlunar kynnir drög að flokkun virkjunarkostanna Bolaalda, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun inn á samráðsgátt. 

Í lögum um verndar og orkunýtingaráætlun eru skilgreind tvö umsagnarferli. Þetta er fyrra umsagnarferlið um drög að tillögum verkefnisstjórnar, sem gert er ráð fyrir að taki 2 vikur. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að hefja formlegt 12 vikna umsagnarferli um tillögur verkefnisstjórnar.

Linkur á samráðsgátt:  Samráðsgátt.is