Fréttasafn

Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir tillögur að flokkun tíu vindorkukosta í samráðsgátt

12 vikna samráð

30.1.2025

Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna, þ.e. Alviðra, Garpsdalur, Hnotasteinn, Hrútavirkjun, Hrútmúlavirkjun, Mosfellsheiðarvirkjun I, Mosfellsheiðarvirkjun II, Reykjanesgarður, Sólheimar og Vindheimavirkjun.

Í lögum um verndar og orkunýtingaráætlun eru skilgreind tvö umsagnarferli. Fyrra umsagnarferlið um drög að tillögum verkefnastjórnar stóð í fjórar vikur, eða frá 12. desember 2024 til 10. janúar 2025. Seinna umsagnarferlið um tillögur verkefnisstjórnar, hófst 30. janúar 2025 og mun standa til 24. apríl 2025. Verkefnisstjórn óskar því eftir umsögnum um tillöguna í samræmi við seinni hluta 3. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Linkur á samráðsgátt:  Samráðsgátt.is