Fréttasafn

Vettvangsferð 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða um Dalabyggð og Reykhólasveit 13. ágúst 2019

Vettvangsferð 4. áfanga rammaáætlunar 13. ágúst 2019

30.9.2019

Vettvangsferð 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða var farin 13. ágúst 2019 um Dalabyggð og Reykhólasveit. Tilgangur ferðarinnar var að kanna áform um vindorkuver við Sólheima í Laxárdal, Hróðnýjarstaði og Garpsdal. Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur á þessu ári staðið fyrir 3 vinnufundum um virkjun vindorku, í janúar, maí og ágúst 2019. Þar hafa sérfræðingar frá Scottish Natural Heritage verið aðalfyrirlesarar og miðlað áratuga reynslu Skota á þessu sviði, en íslenskir vísindamenn og sérfræðingar hafa einnig sagt frá sínum störfum sem varða virkjun vindorku. Vettvangsferðin var farin í kjölfar vinnufundar sem haldinn var mánudaginn 12. ágúst 2019. Nánari lýsinga á vinnufundinum má finna á vefsíðu rammaáætlunar www.ramma.is