Fréttasafn

Vinnufundur um Vindorku

Vinnufundur um Vindorku var haldinn á vegum 4. áfanga Rammaáætlunar þann 12. ágúst 2019

27.9.2019

Verkefnisstjórn og faghópar 4.RÁ hafa á þessu ári staðið fyrir opnum fundum um vindorku, þar sem skoskir og íslenskir sérfræðingar hafa fjallað um skipulag, landnotkun, rannsóknir á viðhorfum til vindorkuvera og fleiri þætti sem máli skipta við undirbúning ákvarðana um virkjun vindorku.

Þann 12. ágúst 2019 var haldinn á Háskólatorgi fundur um Vindorkuver, Landslag og Víðerni (Windfarms, Landscapes and Wild(erness) Areas), sem Þorvarður Árnason og Ása Aradóttir í faghópi 2 ásamt formanni verkefnisstjórnar, höfðu undirbúið. Áhersla var lögð á reynslu Skota af áhrifum vindorkuvera á landslag og víðerni í Skotlandi og á flokkun, mat og kortlagningu landslags og stefnumótun þar að lútandi bæði á Íslandi og í Skotlandi.

Fundinn sóttu 40 manns frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum, sem boðið hafði verið að senda fulltrúa.

Aðalfyrirlesari var Simon Brooks, frá Scottish National Heritage og fór fundurinn því fram á ensku.

Dagskrá fundarins og flesta fyrirlestra má nálgast á www.ramma.is: