Fréttasafn

Virkjunarkostir sem faghópar RÁ4 eru að meta

4.12.2020

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (RÁ4) fór fram á það við Orkustofnun í apríl 2019 að fá senda til umfjöllunar nýja virkjanakosti, sem ekki hefðu ratað á borð RÁ áður.

Þann 30. janúar og 1. apríl 2020 sendi Orkustofnun verkefnisstjórn RÁ4 43 nýja virkjunarkosti til meðferðar.

Af þessum 43 virkjunarkostum eru 7 í vatnsafli, þar af 3 um stækkun á núverandi virkjunum, 2 í jarðvarma (stækkunarkostur jarðvarmaversins í Svartsengi barst verkefnisstjórn í júlí) og 34 í vindorku. Orkustofnun hafði tekið fram að ekki lægi fyrir hvaða gögn þyrftu að fylgja virkjunarkostum í vindorku á þessu stigi og að líklega yrði kallað eftir frekari gögnum síðar.

Verkefnisstjórn og faghópar RÁ4 fóru yfir innsend gögn allra kostanna. Sumum fylgdu ekki lögboðin gögn og var kallað eftir þeim til virkjunaraðila. Hvað varðar vindorkuverin var það niðurstaða faghópa og verkefnisstjórnar að 5 kostum fylgdu nægileg gögn til að hægt væri að meta þau. Sú vinna var sett í gang og Orkustofnun beðin um að kalla eftir viðbótargögnum frá aðstandendum annarra vindorkuvera.

Orkustofnun skilgreindi hvaða gögn þyrftu að fylgja vindorkukostum og kallaði eftir þeim frá virkjanaaðilum vindorkukosta þann 17. september 2020. Faghópar héldu áfram vinnu við mat.

Faghópar RÁ4 eru að meta eftirtalda virkjanakosti:

 Nr. í RÁ4Virkjunarkostur Framkvæmdaaðili Uppsett afl, MW Orkugjafi 
R4103A Skúfnavatnavirkjun VesturVerk ehf. 16 Vatn 
R4158A Hamarsvirkjun Hamarsvirkjun ehf. 60 Vatn 
R4159A Hvanneyrardalsvirkjun VesturVerk ehf. 13,5 Vatn 
R4160AVatnsfellsstöð - Stækkun Landsvirkjun 55 Vatn 
R4161A Sigöldustöð - Stækkun Landsvirkjun 65 Vatn 
R4162A Hrauneyjafossstöð - Stækkun Landsvirkjun 90 Vatn 
R4163A Tröllárvirkjun Orkubú Vestfjarða 13,7 Vatn 
R4293A Svartsengi - Stækkun HS Orka 50 Jarðhiti 
R4301B Búrfellslundur Landsvirkjun 120 Vindur 
R4305A Vindheimavirkjun Fallorka ehf. 40 Vindur 
R4318A Sólheimar Quadran Iceland Development 151 Vindur 
R4328A Vindorkugarður í Garpsdal EM Orka ehf. 88,2 Vindur 
R4331A Alviðra Hafþórsstaðir ehf. 30 Vindur