Gögn og ítarefni

Í vinnu við rammaáætlun hefur mikið magn af gögnum orðið til. Er þar um að ræða t.d. fundargerðir, minnisblöð, áfanga- og niðurstöðuskýrslur, greinargerðir og kynningar á fundum. Hér er þessu efni safnað saman og það gert aðgengilegt á einum stað.

Gagnabrunnur rammaáætlunar

 

Kortasjár

Ramma kortasjá

Í kortasjánni er hægt að skoða þá orkuvalkosti sem eru í vinnslu samkvæmt núgildandi rammáaætlun, með sérstakri áherslu á vindorkuverkefni. Í kortasjánni er hægt m.a. að skoða nákvæma staðsetningu, landfræðileg sjónarhorn og myndbandskynningar á verkefnum.

Frekari upplýsingar um gögnin er aðgengilegt hér: https://gatt.lmi.is

Ramma þrívíddarkort

Þrívíddarkortið býður upp á gagnvirka skoðun á þeim vindorkuverkefnum sem eru í vinnslu. Hægt er að skoða ýmsa þætti hvað varðar staðarval og sýnileika vindorkuverkefnanna.