15. fundur faghóps 1, 11.02.2020
Fundarfrásögn
Faghópur 1
í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
15. fundur, 11. feb. 2020 kl. 10:00
Fjarfundur, Teams
FUNDARGERÐ
Mætt: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.
Dagskrá
Frágangur síðustu fundargerðar
Breytingar á drögum 14. fundargerðar ræddar og samþykktar.
Staða rannsóknaverkefna á vegum faghóps 1.
Góð uppskera hefur verið af rannsóknaverkefnum á vegum faghóps 1 undanfarið. Skýrsla um skráningu fornra leiða á hálendinu eftir Ragnheiði Gló Gylfadóttur kom út í janúar og einnig skýrsla um kortlagningu víðerna eftir David C. Ostman og Þorvarð Árnason. Skýrslurnar eru báðar komnar inn á vef Rammaáætlunar. Einnig kom nýlega út ritrýnd grein um rannsóknir Eddu R. H. Waage og Guðbjargar R. Jóhannesdóttir á fagurferðilegu gildi landslags, sem unnar voru fyrir Rammaáætlun (sjá https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/79) . Mikill fengur er af þessum niðurstöðum og fyrirsjáanlegt að þær muni nýtast vel í vinnu faghópsins.
Samantekt og greining á óbirtum gögnum um lífríki vatnavistkerfa er samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að niðurstöður þeirra verði birtar í þremur skýrslum í vor.
Fundur JSÓ, TGG, KJ og ÁLA með sérfræðingum NÍ í desember
var mjög gagnlegur til að fá yfirlit þau gögn sem þar eru til og ræða aðgengi að þeim. Einnig var fjallað um náttúruminjaskrá og mat á verndargildi vistgerða og annarra þátta.
Farið var yfir fyrstu sendingu af virkjunarhugmyndum til umfjöllunar frá OS.
Um er að ræða 12 virkjunarkosti, einn í jarðvarma, fimm í vatnsafli og sex í vindorku, auk þeirrar viðbótar sem OS hefur boðað að verði send inn 1. apríl. Á fundi formanna faghópa með verkefnisstjórn í síðustu viku var því beint til faghópanna að fara yfir innsend gögn og kanna hvaða viðbótargögn eru til fyrir viðkomandi svæði. Byrja á svæðum fyrir vatnsorku og jarðvarma en sjálfsagt að kanna jafnframt hvaða gögn eru til fyrir vindorkusvæðin ef það flýtir fyrir.
Vinnan framundan
Næsta skref er að fara yfir þau gögn sem fylgdu einstökum virkjunarkostum og skoða hvar viðbótargögn er að finna. Mikilvægt er að afmörkun virkjunarsvæða sé eins nákvæm og kostur er og að verkferlar varðandi það séu skýrir. Leita þarf til viðkomandi stofnana (t.d. Veðurstofunnar) varðandi mörk vatnasviða og aðra náttúrufarslega þætti sem hafa áhrif á afmörkunina. Faghópurinn þarf að fá aðgang að sem nákvæmustum gögnum—stafrænum—um mannvirki og aðra þætti sem skipta máli fyrir afmörkun svæða og matið. Fylgja þarf eftir fyrri umræðum um að stjórn og faghópar RÁ fái sem fyrst aðgang að stafrænum kortum, myndgögnum og öðrum landupplýsingum frá OS fyrir virkjanakosti til umfjöllunar.
Önnur mál.
Ítrekaðar fyrri hugmyndir um að kynna í vor opinberlega niðurstöður rannsókna á vegum faghóps eitt. Einnig var minnt á hugmyndir frá 14. fundi um að fá kynningu fyrir faghópa og stjórn RÁ átilskipun Evrópusambandsins um verndun vatns og þeirri vinnu sem nú fer fram varðandi hana. ÁLA falið að fylgja þessum atriðum eftir við formann verkefnisstjórnar.
Næsti fundur faghópsins ákveðinn 18. febrúar.