24. fundur faghóps 1, 30.06.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

24. fundur, 30. júní 2020 kl. 11:00-12:00

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.
Tómas Grétar Gunnarsson boðaði forföll.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps.


Dagskrá: 

  1. Ræddar voru áætlanir um vettvangsvinnu sumarsins sem JSÓ, KJ, SUP og ÞÁ höfðu útbúið. Brýnt er að fá niðurstöðu sem fyrst um hvaða verkefni fái brautargengi ef á annað borð á að vera hægt að vinna þau í sumar. Einnig er álitamál hversu langt faghópar og verkefnisstjórn eiga að ganga í að afla grunngagna fyrir einstaka virkjunarkosti. ÁLA falið að kynna áætlunina og umræður faghópsins fyrir formanni verkefnisstjórnar RÁ4. 
  2. DCO kynnti stuttlega hugmyndir um vefsjá á vegum RÁ. Faghópsmenn velti fyrir sér mögulegu innihaldi og nýtingu slíkrar vefsjár og taki málið aftur upp síðar í sumar.

Fleira var ekki tekið fyrir.