26. fundur faghóps 1, 29.09.2020
Fundarfrásögn
Faghópur 1
í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
26. fundur, 29. september 2020 kl. 13-14:30
Fjarfundur á Teams
FUNDARGERÐ
Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.
Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps
Fundarfrásögn
- Farið yfir stöðu og helstu niðurstöður verkefna og vettvangsvinnu á vegum faghópsins. Einnig lögð drög að kynningu á sameiginlegum fundi stjórnar og faghópa 13. október; þau verða unnin áfram á Teams svæði hópsins.
- Rætt um stöðu gagna og vinnu við mat á virkjunarkostum.
- Fjallað um bréf Orkustofnunar til framkvæmdaraðila vindorkukosta þar sem fram kemur að ekki er lengur beðið um sýnileikagreiningu eða sjónlínukort. Í framhaldi af því var rætt um mögulegar aðferðir við sýnileikagreiningu sem gætu verið samanburðarhæfar á milli virkjunarkosta.