29. fundur faghóps 1, 13.11.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

29. fundur, 13. nóvember 2020 kl. 13-15

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KS), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps


Fundarfrásögn  

  1. Fundargerð 28. fundar samþykkt.
  2. Haldið var áfram umræðu um afmörkun matssvæða fyrir vindorkukosti. ÞÁ og DCO lögðu fram frekari greiningar á mismunandi sviðsmyndum fyrir áhrifasvæði. Sömu matssvæði hafa verið notuð fyrir öll viðföng og undirviðföng við mat á virkjunarhugmyndum í jarðvarma og vatnsorku. Lögð var áhersla á að það myndi líka gilda um vindorkuver, með þeirri undantekningu að meta sýnileika fyrir stærra svæði. 
  3. Taka þarf saman gögn og heimildir fyrir mat á virkjunarkostum, v/lögbundinna umsagna. Miðað við að ljúka eins fljótt og hægt er eftir mörk matssvæða liggja fyrir.
  4. Formaður verkefnisstjórnar framsendi póst frá virkjunaraðila er óskaði eftir aðgangi að gögnum sem RÁ notaði til að gera sýnileikakort af viðkomandi virkjunarkosti. Ákveðið að ÞÁ og DCO sendi honum fullbúin sýnileikakort. Faghópurinn leggur áherslu á að skýrslur og aðrar niðurstöður faghópsins séu aðgengilegar á vefsvæði Rammaáætlunar eins fljótt og kostur er. Einnig var rætt mikilvægi þess að vista miðlægt gögn sem aflað er á vegum faghópsins og ganga þannig frá þeim að þau nýtist í síðari áföngum RÁ.

Fleira var ekki tekið fyrir. Næsti fundur faghópsins áætlaður í lok nóvember eða byrjun desember.