30. fundur faghóps 1, 24.11.2020
Fundarfrásögn
Faghópur 1
í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
30. fundur, 24. nóvember 2020 kl. 11:15-12:30
Fjarfundur á Teams
FUNDARGERÐ
Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KS), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.
Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps
Fundarfrásögn
- Drög að fundargerð 29. fundar rædd og gerðar tillögur að breytingum. Fer að því loknu í hefðbundið samþykktarferli á Teams.
- Afmörkun matssvæða rædd áfram; meðal annars með hliðsjón af samræmi milli mismunandi gerða virkjunarkosta og mats á mismunandi viðföngum. Ákveðið að formaður kynni hugmyndir faghópsins fyrir verkefnisstjórn áður en lengra er haldið.
- Ekki er hægt að ljúka samantekt á gögnum og heimildum fyrir mat á virkjunarkostum fyrr en búið er að komast að niðurstöðu um afmörkun matssvæða. DCO útbýr til bráðabirgða kort miðað við mismunandi sviðsmyndir, þannig að hægt sé að þoka vinnunni áfram.
- Kynntar hugmyndir að sameiginlegum rannsóknum faghópa 1-3. Samþykkt að ÁLA vinni áfram með ÞÁ og formönnum annarra faghópa.
Fleira var ekki tekið fyrir. Næsti fundur faghópsins ákveðinn mánudaginn 7. des. kl. 10