32. fundur faghóps 1, 08.01.2021

Fundarfrásögn

Faghópur 1

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

32. fundur, 08. janúar 2021 kl. 13-14:30

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Kristján Jónasson (KS), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps

Forföll: Jón S. Ólafsson (JSÓ) og Tómas Grétar Gunnarsson (TGG)


Fundarfrásögn: 

  1. Samantekt á heimildum vegna mats á einstökum virkjunarkostum er að mestu lokið fyrir viðfang menningarminjar en styttra komið fyrir önnur viðföng. Stefnt að því að ganga frá öðrum listum og senda til viðkomandi fagstofnana fyrir lok næstu viku.
  2. DCO hefur útbúið einfalda kortasjá fyrir gögn faghópsins. Hann hefur einnig verið í óformlegum viðræðum við Náttúrufræðistofnun um uppsetningu á sérstakri kortasjá fyrir faghópinn sem gæfi aðgang að mismunandi gagnalögum ásamt því að innihalda sértæk gögn frá faghópnum. DCO var falið að vinna málið áfram með sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar enda skiptir miklu að hafa greiðan aðgang að mismunandi kortalögum við mat á einstökum viðföngum.
  3. Rætt skipulag á vinnu faghópsins í janúar og febrúar og möguleika á sérfræðiaðstoð við matsvinnuna. ÁLA hefur samband við ráðuneytið varðandi það síðarnefnda og stillir upp tímaáætlun sem gengið verður frá á næsta fundi þannig að hægt sé að „blokkbóka“ viðkomandi fundardaga. 
  4. Önnur mál:
    1. ÞÁ sagði frá samstarfsverkefni hans og DCO með Landsneti og NorConsult um samanburð á aðferðum við greiningu á sýnileika háspennulína. Skýrsla DCO og Péturs Th. Gunnlaugssonar um verkefnið er nú frágengin.
    2. KJ og DCO kynntu lokatillögu að matssvæði fyrir stækkun við Svartsengi sem var samþykkt samhljóða.
    3. SUP greindi frá því að samningur við Minjastofnun um forgangsröðun skráninga í gagnagrunn hafi verið undirritaður. Einnig vakti hún athygli á mögulegu ósamræmi í skilgreindum matssvæðum og framkvæmdasvæðum. Ákveðið að DCO skoði betur hvaða svæði þetta getur átt við fyrir næsta fund.

Næsti fundur ákveðinn í samráði við Skipulagsstofnun (verður 14. janúar).

ÁLA ritaði fundargerð