33. fundur faghóps 1, 14.01.2021

Fundarfrásögn

Faghópur 1

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

33. fundur, 14. janúar 2021 kl. 10-12

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Kristján Jónasson (KS), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps

Forföll: Jón S. Ólafsson (JSÓ) 

Fundarfrásögn:

  1. Tímaáætlun næstu vikna og fundatímar fram að skilum til verkefnisstjórnar 1. mars ákveðin.

  1. Farið betur yfir afmörkun matssvæða fyrir vatnsaflskosti.

  1. Samantekt á upplýsingum um gögn og heimildir sem eru notaðar við matið er langt komin og verður skilað á næstu dögum til lögbundinna umsagnaraðila, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar. Einnig rætt um að senda upplýsingar um gögn fyrir mat á landslagi og víðernum og menningarminjum til Skipulagsstofnunar í ljósi stjórnsýslubreytinga og aukinnar áherslu á landslag og víðerni í tengslum við skipulag.

  1. Tekin saman áætlun um þörf fyrir utanaðkomandi sérfræðivinnu við undirbúning matsvinnunnar.

  1. Ólafur Árnason (ÓA), forstöðumaður nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun kom inn á fundinn til samráðs um mat á vindorkuverum og öðrum orkukostum. Meðal annars var rætt um aðferðir til að meta sýnileika vindorkuvera og afmörkun matssvæða fyrir þau, áherslu á landslag í viðauka við landskipulagsstefnu og flokkun landslags; stöðu víðernakorta og skort á kortlagningu víðerna utan miðhálendisins og skort á gögnum um helstu hættusvæði gagnvart fuglalífi fyrir fugla. Þá benti ÓA á nýsamþykktar matsáætlanir fyrir MÁU fyrir vindorkuver, meðal annars nokkur af þeim sem faghópar hafa nú til umfjöllunar.

Fleira ekki tekið fyrir og næstu fundur boðaður 21. og 22. janúar