35. fundur faghóps 1, 28. og 29.01.2021

Fundarfrásögn

Faghópur 1

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

35. fundur, 28. janúar 2021 kl. 9-14 og 29. janúar kl. 9-12 og 13-15.

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KS), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps

Fundarfrásögn:

  1. Að ósk formanns verkefnisstjórnar ræddi faghópurinn drög að breytingum á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun, drög að þingsályktun um opinbera stefnu vegna vindorku og skilabréf starfshóps þriggja ráðuneyta sem vann að tillögum um meðferð vindorku innan verndar- og orkunýtingaráætlunar. Ákveðið var að óska eftir fundi með verkefnisstjórn eða hluta hennar til að kynna og ræða ábendingar og athugasemdir faghópsins.

  1. Sérfræðingar kynntu og ræddu drög að mati á einstökum virkjunarkostum.