40. fundur faghóps 1, 23.02.2021

Fundarfrásögn

Faghópur 1

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

40. fundur, 23. febrúar 2021 kl. 13-15:30

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð

Gestir, sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ): Olga Kolbrún Vilmundardóttir, Rannveig Thoroddsen, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Ingvar Atli Sigurðsson.

Aðrir: David C. Ostman, starfsmaður faghóps

Fundarfrásögn:

  1. Farið var yfir helstu atriði sem faghópur þarf að skila til verkefnisstjórnar: röðun, töflur, gátlista og skýrslu; einnig aðgang að vefsjá og þrívíddarmyndir.

  1. Klukkan 14 hófst samráðsfundur með sérfræðingum NÍ um gæði gagna fyrir mat á náttúruverðmætum (SUP yfirgaf fund). Mat þeirra nær yfir viðföng jarðminjar, vistkerfi og jarðveg, fugla og plöntur. Þar sem enginn sérfræðingur á sviði vatnadýra er hjá NÍ var samþykkt að leita til Gísla Más Gíslasonar til að fjalla sérstaklega um gögn fyrir það undirviðfang. Einnig var rætt um landslag og víðerni, en NÍ leggur ekki mat á gæði þeirra gagna.

    Farið var yfir helstu þætti mats NÍ og rætt sérstaklega um þau tilvik þar sem óvissa getur verið til staðar. NÍ sendir niðurstöðurnar til faghópsins á næstu dögum, þó að formlegt bréf berist ekki strax.