43. fundur faghóps 1, 01.03.2021

Fundarfrásögn

Faghópur 1

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

43. fundur, 1. mars kl. 9-17

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð

Aðrir: David C. Ostman, starfsmaður faghóps

Fundarfrásögn:

  1. Virkjunarkostum raðað samkvæmt Analytic Hierarchy Process aðferð. Fyrst var öllum virkjunarhugmyndum í vatnsafli raðað innbyrðis, annars vegar með hliðsjón af verðmætum og hins vegar með hliðsjón af áhrifum. Síðan var þetta ferli endurtekið fyrir virkjunarhugmyndir í vindorku. Að lokum var öllum virkjunarkostum raðað saman.

  1. Rætt um kynningu fyrir verkefnisstjórn 2. mars.