7. fundur faghóps 1, 25.02.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 1

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

7. fundur, 25. febrúar 2019 kl. 15-17

Fjarfundur


Mætt: Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ), Kristján Jónasson (KJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundarpunkta.

  1. Samráðsfundur með faghópum 2 og 3 og umræða um aðferðir í framhaldi af honum. 
    • ÞÁ, ÁLA og SUP gerðu grein fyrir helstu atriðum er komu fram á samráðsfundinum. Faghóparnir nálgast viðfangsefnið á mismunandi hátt og meta mismunandi gildi. Niðurstaðan fundarins var því sú að fram til þessa hafi lítil skörun verið á milli faghópanna. 
    • Í framhaldinu var rætt um aðferðafræði faghóps 1. Erum að meta heildarstöðu náttúru- og menningarminja, sundurgreint í viðföng, þar sem notuð er samræmd aðferð til að fá röðun valkosta. Við þurfum að átta okkur betur á heildinni þar sem öll viðföngin geta tengst á einn eða annan hátt. Einnig þarf að skoða betur notkun á flöggum og hvaða áhrif hún hafi á niðurstöðurnar. Ákveðið að halda vinnufund til að fara gagnrýnið í gegn um öll viðföng faghóps 1, þó ekki fyrr en niðurstöður greiningarvinnu á niðurstöðum RÁ-3 liggja fyrir. Miðum að því að halda slíkan fund í júní, nema óskað verði eftir lýsingum á aðferðafræði fyrr.
  2. Málstofa um umhverfisáhrif vindorkuvera ÞÁ gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa frá Scottish Natural Heritage (SNH) um aðferðafræði við mat á umhverfisáhrifum vindorkuvera, einkum með hliðsjón af áhrifum á landslag og “villt” svæði. Hugmyndir um að halda tveggja daga málstofu með fulltrúum SHN síðar í vor í samvinnu við verkefnisstjórn, aðra faghópa og fagstofnanir á sviðinu.
  3. Staða rannsókna- og greiningarverkefna  
    • ÞÁ: Rannsóknaverkefnin þrjú sem fóru af stað á síðasta ári eru langt komin: skýrsla um mat á fagurferðilegu gildi landslags er að vænta á næstu dögum; skýrsla og kort um menningarminjar á miðhálendinu ættu að koma út eftir miðjan mars og skýrsla um rannsóknir á víðernum í lok mars.
    • TGG: Greiningar á niðurstöðum RÁ-3 eru ekki hafnar en komast væntanlega á dagskrá fljótlega.
    • KJ greindi frá átaksverkefni í berggrunnskortlagningu á vegum Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og ÍSOR sem kemur til með að styrkja mat á því viðfangi. Hann sagði einnig frá nýrri loftljósmyndastofu NÍ sem yki möguleika til þrívíddargreininga á loftmyndum og gæti mögulega nýst í sambandi við ýmis viðföng faghópsins.  
  4. Rannsóknahugmyndir 2019-2020 
    1. Í samræmi við stefnu verkefnisstjórnar mun faghópurinn leggja áherslu á rannsóknir sem styrkja aðferðafræði og/eða nýtast við mat á einstökum viðföngum. Rætt um rannsóknaþörf á eftirfarandi sviðum: 
      • Rannsóknir á landslagi, einkum tengt mati á gildi landslags og með hliðsjón af nýtingu vindorku 
      • Uppfærsla víðernakorts með hliðsjón af nýjum gögnum  
      • Rannsóknir á áhrifum virkjana á menningar- og náttúruminjar  
      • Úrvinnsla og samantekt á vöktunargögnum og öðrum gögnum um náttúrufar, s.s. lífverur í straumvötnum , upplýsingar um plöntuskráningu, vistgerðakort, jarðminjaskráningu o.s.frv. 
      • Bætt aðgengi að upplýsingum um náttúru- og menningarminjar mun nýtast við mat á einstökum viðmiðum, gefa upplýsingar um verðmæti á landsvísu og hjálpa til við mat á gæðum gagna. 
      • Samþætting mismunandi náttúrufarsgagna, í framhaldi af vinnu í RÁ-3.  
    2. Fulltrúum í faghópnum var falið að setja á blað nokkrar línur um einstök verkefni/verkefnahugmyndir, til nánari umfjöllunar og forgangsröðunar á næsta fundi faghópsins.
    3. ÞÁ benti á að faghópur 3 sé að skoða samfélagsleg áhrif virkjana sem byggðar hafa verið, sem sé hvatning til okkar að gera það sama varðandi áhrif þeirra á náttúru- og menningarminjar.
  5. Önnur mál  SUP sagði frá skjali um afmörkun áhrifasvæða fyrir jarðvarmavirkjanir sem hún vann að beiðni Herdísar hjá UAR. Rætt um að ný kort frá ISOR eigi að auðvelda slíka vinnu.
  6. Næsti fundur ákveðinn í vikunni 11.-15. mars.