8. fundur faghóps 1, 14.03.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 1

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

8. fundur, 14. mars 2019 kl. 15-17

Fjarfundur


Mætt: Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ), Kristján Jónasson (KJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP) og Ása L. Aradóttir (ÁLA).

Fundarritari: ÁLA

  1. Rannsóknahugmyndir 
    • Meginefni fundarins var að fjalla um framkomnar hugmyndir að rannsókna- og greiningarverkefnum er nýtast faghópi 1. Megintilgangur þeirra er að tryggja eftir föngum að mat faghópsins á verðmætum náttúru- og menningarminja og áhrifum virkjunarframkvæmda á þau byggi á bestu fáanlegu fræðilegu upplýsingum (Best Available Scientific Information).  
    • Verkefnahugmyndirnar snúa einkum að því að (1) bæta nýtingu á og aðgengi að tiltækum gögnum um náttúru- og menningarminjar; (2) afla nýrra gagna fyrir viðföng og undirviðföng þar sem takmarkaðar upplýsingar eru fyrir hendi; (3) styrkja aðferðafræði við matið. Þar sem ekki liggur fyrir hvaða virkjanakostir verða til umfjöllunar í RÁ-4 var lögð áhersla á rannsóknir sem nýtast almennt við mat á náttúru- og menningarverðmætum, án tillits til þess hvaða virkjanakostir eru til skoðunar hverju sinni. Þær ættu því einnig að nýtast í síðari áföngum Rammaáætlunar.
    • Eftir kynningu á öllum verkefnahugmyndum og umræður um nýtingu þeirra fyrir starf faghópsins var viðkomandi meðlimum faghópsins falið að ganga frá verkefnalýsingum sem formaður mun kynna fyrir stjórn RÁ-4 á fundi stjórnarinnar með formönnum faghópa 20. mars nk.  
  2. Næsti fundur faghópsins er áætlaður í lok mars eða byrjun apríl.