12. fundur faghóps 2, 18.03.2019
Fundarfrásögn
Faghópur 2
4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
12. fundur, 18.03.2019, kl. 14:00 – 16:30.
Fundur faghóps 2 í Háskóla Íslands
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) og Sveinn Runólfsson (SR). Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) var viðstödd í fjarfundabúnaði.
Guðmundur Jóhannesson boðaði forföll.
Fundarritari: ADS
- Fundur settur kl. 14:00
- Umræða um rannsóknarhugmyndir: Ræddar voru þær
rannsóknir sem faghópurinn telur æskilegt að ráðast í til þess að byggja betur
undir störf faghópsins. Annars vegar er um að ræða verkefni sem styrkja
aðferðafræði faghópsins og hins vegar verkefni sem snúa að gangaöflum sem
styrkja matsvinnu faghópsins. Faghópurinn taldi æskilegt að forgangsraða
verkefnunum á eftirfarandi hátt:
- Stærð áhrifasvæða virkjana
- Sýn ferðaþjónustunnar til nýtingar hálendisins
- Breytingar á ferðamennsku vegna Kárahnjúkavirkjunar
- Áhrif jarðvarmavirkjunar við Kröflu á upplifun ferðamanna
- Útivist á Íslandi og áhrif virkjana
- Áhrif virkjana á ferðamennsku, útivist og nærsamfélag í fortíð, nútíð og framtíð
- Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 16:30.