15. fundur faghóps 2, 12.02.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

15. fundur, 12.02 2020, kl. 13:00 – 15:00.

Haldinn í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) og Sveinn Runólfsson (SR). Guðmundur Jóhannesson (GJ) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) voru viðstödd í fjarfundabúnaði.

Fundarritari: ADS

Fundur settur kl. 13:00

Nýjar virkjunarhugmyndir frá Orkustofnun

ADS gerði grein fyrir fundi verkefnisstjórnar Rammaáætlunar 6. febrúar 2020 sem formenn faghópa sátu. Þar kynnti formaður verkefnisstjórnar bréf Orkustofnunar um nýja virkjunarhugmyndir til skoðunar í RÁ4. Var greint frá því að stofnuninni hefðu verið kynntar 42 nýjar virkjunarhugmyndir, þar af 6 vatnsafls (fullnægjandi gögn hafa borist um 5), 7 jarðvarma (fullnægjandi gögn hafa borist um 1) og 29 vindorkuver (fullnægjandi gögn hafa borist um 6). Fullnægjandi gögn hafa því borist um 12 kosti.

Rætt var um hvaða gögn þyrftu að vera til staðar, hvaða þættir skipta máli fyrir matið og hvernig faghópurinn ætti að standa að matinu.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 15:00