15. fundur faghóps 2, 27.02.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

16. fundur, 27.02 2020, kl. 9:00 – 12:00.

Haldinn í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF) og Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH). Guðmundur Jóhannesson (GJ), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR) voru viðstödd í fjarfundabúnaði.

Gestur fundarins: Edita Tverijonaite. Hún vék af fundi eftir 1. dagskrárlið, kl. 11:30.

Fundarritari: ADS

Fundur settur kl. 9:10

  1. Fókusgrúppufundur

Editu Tverijonaite sem er að vinna rannsóknarverkefnið um stærð áhrifasvæði virkjana tók viðtal við faghópinn um aðferðafræði faghópsins og hvernig áhrifasvæði væru skilgreind.

  1. Samþykkt fundargerðar í Teams

ADS vakti athygli fundarmanna á að ráðuneytið óskar eftir að samskiptaforritið Teams verði notað til samþykkta fundargerða og til að geyma þau gögn sem verða til í vinnu faghópsins.

  1. Fréttir af fundi verkefnisstjórnar

ADS sagði fréttir frá fundum sem hún hefur setið með verkefnisstjórn Rammaáætlunar undanfarið. Þar var meðal annars rætt um vinnu Skipulagsstofnunar varðandi skipulag og fyrirkomulag vindorkuframleiðslu hér á landi.

  1. Farið yfir stöðu verkefna sem meðlimir faghópsins tóku að sér

ÓÖH greindi frá samskiptum sem hann hefur átt í við aðila í Noregi vegna hugmynda um vindorkuframleiðslu þar í landi.

SR og GJ greindu frá hugmyndum um rannsóknarverkefni varðandi heimildarleit og rýningu í heimildir um áhrif vindorkuframleiðslu á beit og búfé.

SSJ og ETF greindu frá hugmyndum að nýjum ferðasvæðum og ákveðið að skoða þær á næsta fundi.

  1. Umræða um óskir faghópsins um rannsóknir

Frestað til næsta fundar.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 12:00