18. fundur faghóps 2, 07.04.2020
Fundarfrásögn
Faghópur 2
4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
18. fundur, 07.04 2020, kl. 9:00 – 12:00.
Haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðmundur Jóhannesson (GJ), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF) og Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).
David Ostman kortagerðarmaður RÁ4 var á fundinum undir 3. dagskrárlið.
Fundarritari: ADS
Fundur settur kl. 9:00
Nýjar virkjunarhugmyndir frá Orkustofnun 1. apríl 2020
Farið var yfir þær 45 virkjunarhugmyndir sem Orkustofnun hefur sent inn til umfjöllunar í 4. áfanga Rammaáætlunar. Um er að ræða 34 vindorkuver, 7 vatnsaflsvirkjanir, 3 jarðvarmavirkjanir og 1 sjávarfallavirkjun.
ADS greindi frá umræðum á fundi verkefnisstjórnar þar sem rætt var hvernig hægt sé að taka á vindorkukostum í ljósi þess að leikreglurnar eru enn í mótun bæði hjá ráðuneytum og Skipulagsstofnun. Formaður verkefnisstjórnar ætla að kanna stöðu mála hjá viðeigandi aðilum sem og hvort að hugmyndir um stækkun núverandi virkjana eigi að fara í gegnum RÁ4. Einnig var farið yfir hvaða upplýsingar faghópurinn telur sig þurfa til að geta lagt mat á áhrif vindorkuvera.
Umræða um óskir faghópsins um rannsóknir
Rætt var um hvaða rannsóknir faghópur 2 telur þurfa að fara í til að hægt sé að leggja mat á þær virkjunarhugmyndir sem hafa verið sendar til umfjöllunar í 4. áfanga RÁ. Með hliðsjón af óljósri stöðu vindorkumála innan RÁ telur faghópurinn að rétt sé að fara í eftirfarandi verkefni:
Fræðileg samantekt um áhrif vindorkuvera á búfé, hreindýr og hestatengda ferðamennsku.
Fræðileg samantekt um áhrif vindorkuvera á ferðamennsku og útivist.
Sýn ferðaþjónustunnar til nýtingar fjalllendis og lítt spilltrar náttúru í óbyggðum (Miðhálendi, Vestfirðir, Tröllaskagi, sunnan Vatnajökuls, Norðausturland, Snæfellsnes).
Áhrif virkjana á útivist á Íslandi.
Breytingar á ferðamennsku vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Áhrif jarðvarmavirkjunar við Kröflu á upplifun ferðamanna.
Áhrif virkjana á ferðamennsku, útivist og nærsamfélag í fortíð, nútíð og framtíð.
Ný ferðasvæði
Farið var yfir hugmyndir SSJ að nýjum ferðasvæðum á Tröllaskaga og þær samþykktar með minniháttar breytingum. SSJ og ETF munu móta tillögur fyrir Austurland og Vesturland fyrir næsta fund faghópsins.
Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 11:50