25. fundur faghóps 2, 17.09.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

25. fundur, 17.09 2020, kl. 14:00 – 16:00.

Haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðmundur Jóhannesson (GJ), Guðni Guðbergsson (GG). Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

Edita Tverijonaite var á fundinum undir 1. dagskrárlið.

Fundarritari: ADS


Fundur settur kl. 14:05

  1. Heimildarskýrsla um áhrif vindorku á ferðamennsku og útivist.
    Edita Tverijonaite kynnti meginatriði skýrslunnar og voru þau rædd að því loknu.

  1. Kynning á kortavefsjá.

ADS kynnti kortavefsjá sem David Christopher Ostman hefur gert sem hægt er að nota við matsvinnu faghópsins:

http://www.arcgis.com/apps/View/index.html?appid=7021f087d99340b3ab28065d101f2721   

Faghópurinn taldi að vefsjáin muni koma að góðu gagni við áframhaldandi vinnu faghópsins.

  1. Rýni á stærð ferðasvæða

Farið var yfir stærð ferðasvæðanna sem búið var að skilgreina og rýnt í frekari notkun þeirra fyrir þá vinnu sem er framundan.

  1. Upprifjun og endurskoðun aðferðafræðinnar
    Frestast fram á næsta fund.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 16:00.