28. fundur faghóps 2, 26.11.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

28. fundur, 26.11 2020, kl. 10:00 – 12:00.

Haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Sveinn Runólfsson (SR). Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) kom á fundinn kl. 11.

Guðmundur Jóhannesson (GJ) boðaði forföll.

Fundarritari: ADS


Fundur settur kl. 10:00

  1. Stækkun virkjunarkosta í vatnsafli

Farið var yfir gögn varðandi stækkun Vatnsfellsvirkjunar, Sigölduvirkjunar og Hrauneyjarfossvirkjunar. Rætt var um áhrif framkvæmdanna og mat faghópsins á áhrifum þeirra. Fyrir fundinn hafði ETF gert drög að umsögn faghópsins. Faghópurinn fór yfir umsögnina og breytti lítilsháttar. Gengið verður frá endanlegri umsögn í tölvupósti.

  1. Stækkun Svartsengis

Rætt var um mat varðandi stækkun Svartsengis. Þar sem að framkvæmdaraðili hefur ekki kynnt framkvæmdina fyrir faghópnum var ADS falið að óska eftir því við verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar að framkvæmdaraðili kynni fyrirhugaða stækkun og áhrif hennar.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 12:00.