29. fundur faghóps 2, 10.12.2020
Fundarfrásögn
Faghópur 2
4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
29. fundur, 10.12 2020, kl. 13:15 – 15:00.
Haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS, kom á fundinn kl. 13:50), Guðmundur Jóhannesson (GJ), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).
Fundarritari: ADS
Fundur settur kl. 13:15
Kynning á gögnum
ADS kynnti meginniðurstöður skýrslunnar: Viðhorf ferðaþjónustuaðila og útivistariðkenda til níu virkjunarhugmynda í 4. áfanga rammaáætlunar.
SR greindi frá samtölum sínum við bændur í nágrenni við Hamarsvirkjun
ETF greindi frá ferð sem hann fór fyrir hönd faghópsins á slóðir Vindheimavirkjunar
Umræða um mat á Svartsengi
Rætt var um kynningu sem var haldin um stækkun Svartsengis 4. desember 2020. ETF mun gera drög að umsögn faghópsins og stefnt að því að afgreiða umsögn faghópsins í tölvupósti næstu daga.
Val á virkjunum frá RÁ3 til samanburðar við RÁ4
ADS greindi frá hugmynd frá fundi verkefnisstjórnar þess efnis að hafa niðurstöður frá 3. áfanga rammaáætlunar með til samanburðar í mati virkjunarhugmynda í 4. áfanga. Niðurstaða faghóps 2 var að æskilegast væri að taka allar þær virkjunarhugmyndir sem voru teknar til mats í 3. áfanga.
Skil faghópa til verkefnisstjórnar
ADS greindi frá að formaður verkefnisstjórnar hefði tilkynnt að lokaskil faghópanna til verkefnisstjórnar á niðurstöðum matsins skyldi vera 3. mars 2021.
Mat á virði svæða
ADS greindi frá að búið væri að útbúa excel skjalið sem faghópurinn mun nota við matsvinnuna. Faghópurinn fór yfir matskvarðann og ákvað að halda öllu óbreyttu frá RÁ3. Með því móti verða niðurstöðurnar samanburðarhæfar.
Önnur mál
ADS greindi frá að á næstu dögum myndi verkefnisstjórn RÁ4 óska eftir umsögn Ferðamálastofu varðandi gæði gagna eins og lög um rammaáætlun kveða á um.
ADS greindi frá að á síðasta fundi verkefnisstjórnar hefði verið kynning á vinnu við vatnatilskipun og að GG myndi fá frekari kynningu á henni í samfloti við faghóp 1.
ADS greindi frá hugmyndum frá faghópi 1 varðandi sameiginlegt rannsóknarverkefni faghópa 1, 2 og 3 varðandi áhrif vindorkuvera. Faghópur 2 tók vel í hugmyndina.
Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 15:00.