41. fundur faghóps 2, 03.02.2021
Fundarfrásögn
Faghópur 2
4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
41. fundur, 03.02 2021, kl. 13:00 – 16:00.
Haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).
Guðmundur Jóhannesson (GJ) boðaði forföll.
Fundarritari: ADS
Fundur settur kl. 13:00.
- Mat á áhrifum virkjana. Unnið var við mat á áhrifum virkjana á ferðamennsku og útivist.
- Umsagnir um þingsályktunartillögu og breytingu á frumvarpi. Fyrir fundinn höfðu ETF og ADS unnið drög að umsögn faghópsins til verkefnisstjórnar 4. áfanga RÁ um þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um staðsetningu vindorkuvera og tillögu á breytingum á gildandi lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Málið var rætt og ADS falið að vinna umsögnina áfram, senda á faghópinn sem samþykkir í tölvupósti.
Fundi slitið kl. 16:00