7. fundur faghóps 2, 15.11.2018

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

7. fundur, 15.11.2018, 10:00 – 16:00.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kl. 10-12:30

Frh. á Hótel Sögu kl. 13-16 vegna kynningar 

Ferðamálastofu á áfangastaðaáætlunum.

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG) og Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH).

Fjarfundur: Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ)

Fundarritari: ADS

Forföll: Guðmundur Jóhannesson (GJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

  1. Yfirferð athugasemda hagaðila  Rætt var um þær athugasemdir sem hagaðilar settu fram á þeim fundum sem hafa verið haldnir á undanförnum vikum og hvort og hvernig hægt væri að bregðast við þeim. Rætt var sérstaklega um hvernig hægt væri að taka tillits til athugasemda varðandi:
    1. Áhrifasvæði virkjunarkosta væri stór og að of stór hluti afleiðingarstuðuls kæmi frá öðrum ferðasvæðum en nærsvæði virkjunar.
    2. Áhrif núverandi virkjana og mannvirkja þeim tengd væru tiltölulega lítil miðað við áhrif nýrra virkjana á ný svæði.
    3. Taka þyrfti jöklana betur inn sem svæði sem væru hluti af mati á áhrifum virkjana.
    4. Útivist er mjög vaxandi í landinu og er orðin hluti af lífsstíl æ fleiri. Það er því enn mikilvægara en áður að landsmenn hafi aðgengi að lítt spilltum útivistarsvæðum bæði í nágrenni við þann stað þar sem þeir búa en einnig til lengri ferðalaga. Efnahagleg áhrif af þessu eru mikil en óþekkt stærð og væri áhugavert að rannsaka. Varðandi aðferðafræði faghópsins þyrfti mögulega að greina betur á milli ferðaþjónustu og útivistar í mati á áhrifum virkjana.
    5. Mögulega þarf að endurskoða einkunnarkvarðann sem faghópurinn styðst við í mati sínu.
    6. Vægi ferðaþjónustu væri mikið miðað við vægi beitar og veiði.
    7. Gæði gagna.
    8. Skörun á milli faghópa 1 og 2 varðandi umfjöllun viðfanga (t.d. gróður og víðerni)
  2. Kynning á vegum Ferðamálastofu á áfangastaðaáætlunum
    • GG var ekki á þessum hluta fundarins. 
    • Á undanförnum 2-3 árum hefur verið unnið að svokölluðum áfangastaðaáætlunum (Destination Management Plan, DMP) sem hafa það að markmiði að móta stefnu um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu á ákveðnum svæðum með hliðjón af skipulagi, þróun og markaðssetningu svæða auk þess sem að skilgreindar eru þær leiðir sem fyrirhugað er að fara við stýringu. Á fundinum var kynntur 1. áfangi þessarar vinnu þar sem greint var frá áfangastaðaáætlunum frá sjö landshlutum: Vesturlandi, Austurlandi, Norðurlandi, Höfuðborgarstofu, Vestfjörðum, Reykjanesi og Suðurlandi. Í tveimur þeirra síðastnefndu var sérstaklega minnst á markhópagreiningar en ekki farið nánar í hverju þær felast. Einnig var fjallað um snertifleti Landsáætlunar um innviði við áfangastaðaáætlanir sem og annað notagildi þeirra t.d. fyrir sveitarfélög.
  3. Fundi slitið þegar kynningunum lauk kl. 16:10.