1. fundur faghóps 3, 19.09.2018
Fundarfrásögn
Faghópur 3
í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
1. fundur 19. september 2018 kl. 10:00 til 13:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Gestir: Herdís Helga Schopka sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar og Guðrún Pétursdóttir formaður verkefnisstjórnar.
- Herdís Schopka fór stuttlega yfir fyrirkomulag greiðslna vegna vinnuframlags faghópsmeðlima. Hún kynnti jafnframt vef rammaáætlunar, ramma.is, um leið og hún fór í grófum dráttum yfir vinnu við gerð rammaáætlana hér á landi frá upphafi, og í samanburði við norsku rammaáætlunina.
- Eftir að Herdís vék af fundi kom Guðrún Pétursdóttir inn á fundinn. Rætt var um störf og markmið faghópsins á næstu mánuðum og misserum, meðal annars í ljósi þess að þingsályktunartillaga vegna 3. áfanga rammaáætlunar verður ekki lögð fram á þingi fyrr en eftir áramót, og óljóst hvaða virkjunarkostir verða til umfjöllunar í 4. áfanga.
- Ákveðið
var að verkefni faghópsins á næstu mánuðum og misserum yrðu tvíþætt.
- Að safna saman upplýsingum um tekjustofna og störf í sveitarfélögum tengd annars vegar virkjunum og hins vegar friðun svæða. Á íbúafundum faghóps 3 í 3. áfanga rammaáætlunar töldu margir skorta slíkar upplýsingar. Markmiðið með þessari vinnu er ekki síst að undirbúa gerð upplýsingapakka sem hægt yrði að nota þegar kæmi að því að halda íbúafundi, efna til rýnihópavinnu eða beita öðrum aðferða sem faghópurinn teldi heppilegar í tengslum við mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta.
- Að undirbúa rannsókn á svæði eða svæðum þar sem virkjanir eru þegar fyrir hendi, sem miði að því að kanna mat ólíkra íbúahópa á áhrifum virkjanaframkvæmda og virkjanarekstur á samfélagið.
- Næsti fundur ákveðinn þann 10. október kl. 10 í ráðuneytinu.
- Fundi
slitið upp úr kl. 13.