12. fundur faghóps 3, 09.05.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 3

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

12. fundur í faghópi um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

9. maí 2019 kl. 13:30 – 15:00 

í Öskju – Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.


Mætt: Hjalti Jóhannesson (í tölvusambandi frá Akureyri), Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

1. Farið yfir reynsluna af rannsóknarferðum faghópsins í Suður-Þingeyjarsýslu í lok mars og Austur-Húnavatnssýslu um miðjan apríl. Rætt um þemagreiningu og samantekt á rýnihópa- og sérfræðingsviðtölum sem tekin voru í rannsóknarferðunum. Fjallað um verkaskiptingu í faghópnum varðandi úrvinnslu viðtalanna. Farið yfir praktísk mál varðandi rannsóknirnar.

2. Rætt um að kanna möguleika á því að bjóða Frank Vanclay, frá háskólanum í Groningen, til að koma til Íslands næsta haust og halda fyrirlestur um mat á samfélagslegum áhrifum framkvæmda – í samstarfi við verkefnisstjórn rammaáætlunar.

3. Ákveðið að halda næsta fund mánudaginn 3. júni kl. 10:30.

4. Fundi slitið um kl. 15:00.