2. fundur faghóps 3, 10.10.2018
Fundarfrásögn
Faghópur 3
í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
2. fundur 10. október 2018 kl. 10:00 til 12:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
- Rætt um gagnaöflun faghópsins. Ákveðið að ræða við Þjóðskrá, Landsvirkjun og Sigurð Guðmundsson skipulagsfræðing varðandi öflun ýmissa gagna er lúta að tekjum sveitarfélaga af virkjunum og eftir atvikum annarri atvinnustarfsemi. Einnig að undirbúa erindi til embættis ríkisskattstjóra í sama tilgangi.
- Ákveðið að móta fyrir næsta fund hugmyndir um rannsókn á samfélagslegum áhrifum þeirra virkjana í Þingeyjarsýslum sem þegar eru starfandi.
- Næsti fundur ákveðinn 2. nóvember 2018 kl. 9:30.
- Fundi
slitið upp úr kl. 12.