20. fundur faghóps 3, 18.03.2020
Fundarfrásögn
20. fundur í
faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta
18. mars 2020 kl. 10:00 – 11:00
á samskiptaforritinu Microsoft Teams
Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Fundargerð
Umfjöllun um upplýsingar sem fylgja þeim virkjunarkostum sem sendir hafa verið verkefnisstjórn og faghópum. Ákveðið að faghópurinn sendi Orkustofnun bréf þar sem beðið verði um skýringar á vissum atriðum í þessu sambandi.
Rætt um skatta af virkjunum. Ákveðið að leita frekari upplýsinga um þennan þátt fyrir næsta fund.
Rætt um áframhaldandi útfærslu á matsþáttum samfélagsáhrifa í ljósi leiðbeininga IAIA og út frá rannsóknum faghópsins á Norðurlandi á síðasta ári.