22. fundur faghóps 3, 18.05.2020
Fundarfrásögn
22. fundur í
faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta
18. maí 2020 kl. 09:30 – 10:48
á samskiptamiðlinum Microsoft Teams
Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Fundargerð
Rætt um þá virkjunarkosti sem kynntir voru verkefnisstjórn og faghópum 13. og 14. maí. Umræður um hvort og þá í hvaða tilfellum nægar upplýsingar um virkjunarkosti lægju fyrir og í hvaða tilfellum væri slíkur skortur á upplýsingum að erfitt væri að leggja mat á samfélagsleg áhrif.
Ákveðið að halda áfram að vinna viðmælenda- og spurningalista vegna rannsókna á virkjunarkostum á þremur svæðum landsins: Vestfjörðum, Suð-Austurlandi og Suð-Vesturlandi.