25. fundur faghóps 3, 28.09.2020
Fundarfrásögn
25. fundur í
faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta
28. september 2020 kl. 15:00 – 16:20
á samskiptamiðlinum Microsoft Teams
Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Fundargerð
Umræður um drög Hjalta Jóhannessonar að rannsóknaráætlun á vegum faghóps 3 er varðar fimm vindkosti. Fjallað bæði um viðmælendur og viðtalsramma. Magnfríður Júlíusdóttir fjallaði í því sambandi um tvær nýlegar fræðigreinar frá Bretlandi og Noregi um samfélagsleg áhrif vindorkuvera. Ákveðið að undirbúa þurfi viðtalshluta rannsóknanna með forkönnun á mögulegum hagaðilum á hverju virkjunarsvæði. Þá var undirbúinn fundur faghópsins með verkefnisstjórn og öðrum faghópum sem boðaður er þann 13. október næstkomandi.