4. fundur faghóps 3, 21.11.2018

Fundarfrásögn

Faghópur 3

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

4. fundur 21. nóvember 2018 kl. 13:00 til 15:40

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

 

MættHjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

 

  1. Farið yfir ábendingar og umræður er lúta að faghópi 3 og komu fram á fundum faghópsins með formanni verkefnisstjórnar, starfsmanni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og fulltrúum orkufyrirtækja 2. nóvember, fulltrúum náttúruverndarsamtaka 5. nóvember, og verkefnisstjórn og fulltrúum faghópa 1 og 2 19. nóvember. Meðal annars rætt um ábendingar sem fram komu um hvaða breytur mætti leggja til grundvallar við mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta.
  2. Umræður um inntak og uppbyggingu rannsóknar á samfélagslegum áhrifum virkjana á Norð-Austurlandi. Meðal annars rætt um rannsóknarramma og –þemu, markhópa, og rýnihópa, ásamt mögulegum leiðum við framkvæmd rannsóknar. Ákveðið að stefna að grófum rannsóknarramma fyrir næsta fund. Sömuleiðis ákveðið að stefna að því að rannsóknin verði framkvæmd í febrúar-mars 2019.
  3. Rætt um framsögu Sigurðar Guðmundssonar á fundi faghópsins 2. nóvember um tekjur sveitarfélaga. Ákveðið að athuga hvort afla megi nánari upplýsinga um tekjur sveitarfélaga af ólíkum atvinnugreinum.
  4. Rætt um gagnaöflun gagnvart Þjóðskrá og Landsvirkjun. Gert er ráð fyrir að umbeðnar upplýsingar frá Landsvirkjun berist á næstu dögum.
  5. Ákveðið að næsti fundur faghópsins verði haldinn fimmtudaginn 6. desember kl. 10.
  6. Fundi slitið kl. 15:40.