2. fundur faghóps 4, 16.08.2019
Fundarfrásögn
Faghópur 4
í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
2. fundur , 05. september 2019, kl. 9
í húsnæði Hagfræðistofnunar, st. 312 í Odda.
Fundargerð.
Á fundinum voru úr faghópi: Brynhildur Davíðsdóttir og Sigurður Jóhannesson, sem ritaði fundargerðina. Aðrir: Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnisstjórnar.
Dagskrá:
Verkefni faghóps. Rætt var um verkefni faghópsins og þá sérstaklega vinnu að handbók um efnahagslegt mat á virkjunarkostum þar sem einn virkjunarkostur eða fleiri yrðu teknir sem dæmi. Farið var yfir hvað þyrfti að vera í slíkri handbók, vinnu Hagfræðistofnunar fyrir hana og fjárhagsramma verkefnisins.
Fleira var ekki rætt. Fundi lauk um klukkan 10. Annar fundur ekki boðaður.